Stök frétt

Sveitarfélagið Hornarfjörður sendi Umhverfisstofnun erindi þar sem óskað var eftir breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins fyrir urðun í landi Fjarðar. Var óskað eftir undanþágu frá gr. 3.4 í starfsleyfinu varðandi söfnun á hauggasi.

Sérfræðingar munu nú hefja vinnu við breytingu starfsleyfisins í samræmi við ósk umsækjanda en reglugerðartilvísanir verða einnig uppfærðar. Hið breytta starfsleyfi verður svo auglýst opinberlega í fjórar vikur og verður almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir.