Stök frétt

Kalka sorpeyðingarstöð sf. hefur sótt um breytingu á starfsleyfi fyrir meðferð og förgun úrgangsefna. Breytingin felst í að stækka núverandi starfssvæði þannig að Berghólabraut 7a verði til viðbótar. Áformað er að nota lóðina sem geymslusvæði.

Umhverfisstofnun hefur nú unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Kölku Sorpeyðingarstöðvar sf. í samræmi við erindið. Við breytingu starfsleyfisins voru laga- og reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Athugasemdir við breytingatillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 4. janúar 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfinu við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi
Umsókn um starfsleyfi