Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Kalka óskaði eftir breytingu á starfsleyfinu fyrir lóðina Berghólabraut 7a sem verður viðbót við núverandi starfssvæði að Berghólabraut 7. Áformað er að nota lóðina sem geymslusvæði undir t.d. skipagáma þar sem geymdir verða varahlutir og rekstrarvara fyrir reksturinn.
Við breytingu starfsleyfisins voru laga- og reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti og bætt við ákvæði um aukaafurðir dýra.
Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 25. nóvember 2020 til 4. janúar 2021. Engar athugasemdir bárust Umhverfisstofnun á auglýsingatíma.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Starfsleyfi