Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi Bleikju ehf. að Laugum í Landsveit. Um er að ræða landeldi á laxfiskum með allt að 100 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma. Fráveituvatn fer í setþró áður en það er hreinsað með tromlusíu og veitt í viðtaka.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar telur stofnunin að stækkunin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202206-106. Umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 3. apríl 2023.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl: