Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Matfugls ehf. Starfsleyfistillaga var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 16. desember 2021 til og með 15. janúar 2022.

Skipulagsstofnun birti álit um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar þann 14. ágúst 2019. Umhverfisstofnun hefur unnið starfsleyfi þar sem mat á umhverfisáhrifum hefur verið lagt til grundvallar leyfisveitingu.

Samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit skal útgefandi starfsleyfis kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hennar, hvað varðar tengsl við verksvið útgefanda, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun hefur yfirfarið ítarlega matsskýrslu framkvæmdaraðila og álit Skipulagsstofnunar m.t.t. þess hvort umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi verið lýst með fullnægjandi hætti og hvort gerðar hafi verið viðeigandi ráðstafanir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun hefur farið yfir tillögur að matsáætlun og matsskýrslu framkvæmdaraðila og veitt umsagnir til Skipulagsstofnunar vegna þeirra í matsferlinu.

Greinargerð vegna útgáfunnar er í fylgiskjali starfsleyfisins sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Meðfylgjandi þessari tilkynningu eru allar umsagnir sem bárust vegna auglýsingarinnar.

Starfsleyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 25. febrúar 2038. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar  frá birtingu.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi
Umsögn 1
Umsögn 2
Umsögn 3
Umsögn 4