Stök frétt

Mynd: Höfn í Hornafirði / Af heimasíðu sveitarfélags
Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins Hornafjarðar á starfsleyfi sveitarfélagsins til urðunar úrgangs í landi Syðri-Fjarðar.

Breytingin fellst í  að heimild til jarðgerðar á urðunarstaðnum er bætt við í starfsleyfið. Áður hafði Umhverfisstofnunar borist álit Skipulagsstofnunar um að umrædd breyting krefðist ekki nýrrar matskylduákvörðunar.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 20. júní 2022 til og með 19. júlí 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar.

Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl;
Ákvörðun um breytingu á starfsleyfi
Starfsleyfi