Vatnsfjörður, Vesturbyggð

 

Vatnsfjörður

Vatnsfjörður var friðlýstur sem friðland árið 1975. Tilgangur friðlýsingar er að vernda náttúru á þann hátt að fólki gefist kostur á að njóta hennar. 

Friðlandið er alls um 20.000 ha. Um fjórir fimmtu hlutar þess eru grýtt og gróðurlítið hálendi en láglendið er að mestu kjarri vaxið.