Umhverfistofnun - Logo

Kirkjugólf

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Skaftárhrepp og fulltrúa landeiganda, vinnur nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúrvættið Kirkjugólf.

Kirkjugólf er lág jökul- og brimsorfin stuðlabergsklöpp þar sem endar lóðréttra stuðlabergssúlna ná upp úr jörðu. Engu er líkara en að flöturinn hafi verið lagður af manna höndum. Stuðlaberg hefur í gegnum tíðina verið Íslendingum mjög hugleikið og margir hafa nýtt sér form þeirra til listköpunar. Kirkjugólf er um 1 ha að stærð og var friðlýst árið 1987.

Hér að neðan eru verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun fyrir verkefnið. Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlun verði tilbúin í maí 2019.

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veitir Silja Sif Lóudóttir silja.loudottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000

Tengd skjöl:
Verk- og tímaáætlun
Samráðsáætlun