Umhverfistofnun - Logo

Hrútey í Blöndu

Umhverfisstofnun og Blönduósbær vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Hrútey.

 Hrútey í Blöndu var friðlýst sem fólkvangur árið 1975 með auglýsingu nr. 521/1975 og er 10,7 ha að flatarmáli. Markmiðið með friðlýsingunni er að tryggja gangandi fólki frjálsa ferð um eyna og jafnframt að vernda  jarðmyndanir, gróður og dýralíf svæðisins.

 Hrútey er klettaeyja í miðri Blöndu. Aðalbergtegund svæðisins er blágrýti. Það er myndað á tertíertíma fyrir 6-8 milljón árum. Jökuláin Blanda hefur grafið sér farveg í gegnum jarðlögin og í kringum Hrútey. Í eynni er gróskumikill gróður, bæði trjágróður og blómplöntur en eyjan hefur verið friðuð fyrir búfé og skógrækt verið stunduð frá því fyrir miðja 20. öld. Fuglalíf er auðugt og gæsir algengar. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1 og liggur innan bæjarmarka Blönduósbæjar. Bílvegur er ekki út í eyna en bílastæði eru á árbakkanum vestan við Blöndu og göngubrú yfir ána út í eyjuna. Göngubrúin var reist sumarið 2021 en hún var upphaflega reist á Blönduósi árið 1897.

 Hér fyrir neðan eru hlekkir á verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins auk fundargerða. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

 Frekari upplýsingar veita Guðbjörg Gunnarsdóttir (gudbjorg@umhverfisstofnun.is) og Kristín Ósk Jónasdóttir (kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is) eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:

Fundargerðir samstarfshóps