Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt 8. september s.l. opinn kynningarfund í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði um nýtt starfsleyfi fyrir Alcoa Fjarðaál sf. en vegna aukinnar framleiðslu þarf rekstraraðili að fá framleiðsluheimildir umfram það sem núverandi starfsleyfi gerir ráð fyrir.

Kristján Geirsson fór yfir það á fundinum hver tilgangur starfsleyfa Umhverfisstofnunar er og hvaða regluverk er um þau. Að lokinni kynningu Kristjáns rakti Sigurður Ingason þau atriði sem helst skiptu máli í tillögunni, en þar ber hæst að Umhverfisstofnun hefur í tillögunni brugðist við nýjum upplýsingum um losun brennisteinsefnasambanda frá álverum.

Umræður á fundinum voru m.a. um hreinleika skauta og aðgreiningu hlutverka Umhverfisstofnunar og HAUST (Heilbrigðiseftirlits Austurlands) vegna málefna álversins.