Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn, dags. 7. apríl 2017, um starfsleyfi sbr. lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, frá Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf. Bíldudal. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins, er rennur út 2022, heimilar framleiðslu á allt að 50.000 tonnum af kalki á ári. Nú er sótt um að auka framleiðsluna upp í 85.000 tonn.

Fram hefur komið að kalkþörungabreiður geti tekið þúsundir ára að myndast og því teljist nám kalkþörunga því ekki sjálfbær starfsemi.

Í skýrslu OSPAR-nefndarinnar frá 2010 „OSPAR´s vision is of a clean, healthy and biologically diverse North-East Atlantic used sustainably“ kemur fram að helsta ógn sem steðji að kalþörungabreiðum séu annars vegar neikvæð áhrif efnisnáms og einnig fiskeldi. Á bls. 11. segir m.a.: „Extraction is ongoing in Iceland, Ireland and France and has major effects on the species present due to the direct effect of habitual removal and impacts from increased sediment loads which smother surrounding communities.“

Fram hefur komið að fyrirhugað sé að skilja eftir sléttan námubotn, þ.e. að fjarlægja algerlega kalkþörungasetið. Í ofangreindri skýrslu OSPAR segir á bls. 11.: „The “recovery potential“ of maërl beds has benn categorized by OSPAR as “poor“ meaning that only partial recovery is likely within 10 years and full recovery may take up to 25 years (IMPACT, 1998). Maërl recovery may never occur if a bed is removed by dredging or completely smothered by sediment.“

Einnig kemur fram í umræddri skýrslu OSPAR að kalþörungabreiður teljist mikilvæg búsvæði fyrir ýmsa sjávarlífverur.

Umhverfisstofnun telur með hliðsjón af framansögðu séu líkur á að að umrætt nám kalkþörunga kunni að hafa umtaslverð umhverfisáhrif í för með sér. Varðandi stækkun verksmiðjunnar sjálfrar telur Umhverfisstofnun ekki að framkvæmdin muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér umfram núverandi framleiðslu.

Unnið er úr umsókninni og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir við framkvæmdina áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin.