Stök frétt

Mynd: Hlaðbær-Colas hf., stöðin Amman 2

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfum fyrir Malbikunarstöðina Hlaðbær-Colas hf. fyrir rekstur fjögurra malbikunarstöðvar með breytilegri staðsetningu. Eru stöðvarnar að gerðinni Marini, Amomatic og tvær af gerðinni Ammann (aðgreindar nr. 1 og 2). Færanlegar malbikunarstöðvar eru fluttar á milli staða til að sinna tímabundnum verkefnum.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögur að starfsleyfunum fjórum sameiginlega á opinberan hátt á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 30. október til og með 28. nóvember 2020 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillögurnar á því tímabili. Engar athugasemdir bárust Umhverfisstofnun á auglýsingartíma starfsleyfistillagnanna.

Minniháttar breyting voru gerðar á starfsleyfunum frá auglýstum tillögum sem gert er grein fyrir í greinargerðum með leyfunum þar sem betur er greint frá málsmeðferð starfsleyfisveitingar.
Starfsleyfi þessi, sem gefin eru út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, öðlast þegar gildi og gilda til 10. desember 2036.
Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálk fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:

Starfsleyfi Marini
Starfsleyfi Amomatic
Starfsleyfi Ammann 1
Starfsleyfi Ammann 2
Besta aðgengilega tækni EAPA