Stök frétt

Vatn er auðlind sem mikilvægt er að umgangast á ábyrgan hátt, ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Viðhalda þarf líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegu ástandi vistkerfa ferskvatns og strandsjávar og tryggja gæði grunnvatns. Heilnæmt vatn er til marks um hreina náttúru og styrkir ímynd Íslands út á við.

Lög um stjórn vatnamála innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. 
Fyrsta vatnaáætlun fyrir Ísland (2022-2028) hefur verið staðfest af umhverfis, orku og loftlagsráðherra og tekur þar með gildi til næstu sex ára. Vatnaáætlun felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Hluti af vatnaáætlun er aðgerðaáætlun þar sem settar eru fram aðgerðir til að tryggja gott ástand vatns og vöktunaráætlun þar sem markmiðið er m.a. að samræma vöktun á vatni um allt land.

Vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun gilda til sex ára í senn.

Meira um stjórn vatnamála og áætlanirnar hérna.