Stök frétt

Uppbygging Svansvottaðra byggingar heldur áfram á Norðurlöndunum, en nú hefur fjöldi þeirra nærri tvöfaldast á 2 árum. Þróunin á Íslandi er jafnvel enn hraðari, þar sem fjöldi íbúðaeininga í ferli hefur þrefaldast á sama tíma. 

Ný samantekt frá Norræna Svaninum sýnir áframhaldandi vöxt í uppbyggingu á Svansvottuðum byggingum á Norðurlöndunum. Í byrjun árs voru tæplega 66.000 Svansvottaðar íbúðir, einbýlishús og skólar annað hvort tilbúin eða í byggingu og er þetta tvöföldun frá stöðunni í janúar 2020. Þróunin á Íslandi er sambærileg, ef ekki hraðari, en samantektin sýnir að í dag eru um 90 Svansvottaðar íbúðir, einbýlishús og skólar á Íslandi í byggingu. Í byrjun árs 2020 voru aðeins 36 í byggingu.

”Þessi aukning og áframhaldandi áhugi er mjög jákvæður og við finnum virkilega fyrir að Svanurinn hefur fengið byr undir báða vængi með innkomu byggingariðnaðarins í Svansfjölskylduna. Við metum það þó þannig að þetta sé ennþá bara toppurinn á ísjakanum. Það eru mörg mjög stór verkefni sem eru að detta inn til okkar á þessu ári og margir stórir aðilar sem hafa sýnt vottunarferlinu áhuga”, segir Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi.

Sjá fréttatilkynninguna í heild sinni á heimasíðu Svansins