Stök frétt

Landverðir og sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunnar vinna saman að ýmsum verkefnum á friðlýstum svæðum á Suðvesturlandi.

Á þessum myndum má sjá þá vinna að endurheimt landslags og verndun jarðminja með því að loka gömlum stígum eða villustígum. Einnig er unnið að gerð nýrra gönguleiða til að auka fjölbreytni á svæðinu.

Þennan dag skiptust á skin og skúrir en allir voru sammála um að þetta væri skemmtilegur og gefandi dagur.