Stök frétt

Hvernig hægt er að gera umhverfi barna heilsusamlegra með einföldum lausnum, upplýstu vöruvali og réttri notkun vara? / Mynd: Unsplash

Þriðjudaginn 22. nóvember frá kl. 12:15 – 13:00 efnir Umhverfisstofnun til opins fyrirlesturs í beinu streymi um efnin í umhverfi barna. 

Hlekkur á streymi

Umfjöllunarefni

  • Hvaða efni í nærumhverfi barna eru skaðleg heilsu þeirra?
  • Hvaða áhrif hafa þessi efni?
  • Hvar er þessi efni helst að finna?
  • Hvað er hægt að gera til þess að lágmarka útsetningu barna?
  • Hvaða vörur og hlutir geta innihaldið  skaðleg efni?
  • Hvaða vörur er hægt að nota í staðinn?

Farið verður yfir í hvaða aðstæðum eru mestar líkur  á því að börn verði fyrir útsetningu mengunarefna í umhverfinu. Skoðað verður sérstaklega hvaða aðstæður og vörur ætti að varast. Tekin verða dæmi um leikföng, mataráhöld, hreinsiefni, hreinlætisvörur, byggingarefni, húsgögn og fleira.

Fjallað verður um hvernig hægt er að gera umhverfi barna heilsusamlegra með einföldum lausnum, upplýstu vöruvali og réttri notkun vara.

Fyrir hver

  • Foreldra / forráðamenn
  • Ömmur og afa
  • Leikskóla- og skólastarfsfólk
  • Öll sem starfa með börnum
  • Öll sem hafa áhuga á velferð barna

Hvað viljið þið vita um efnin í umhverfi barna?

Við hvetjum áhugasama til að senda okkur spurningar og vangaveltur fyrir fram svo að við getum mótað fyrirlesturinn eftir ykkar áhuga. Senda inn nafnlausa spurningu.

Fyrirlesari

Fyrirlesturinn flytur Bergljót Hjartardóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Fundarstjóri verður Ísak Sigurjón Bragason, sérfræðingur í teymi efnamála.

Ekki missa af áhugaverðum fyrirlestri um umhverfismál á mannamáli!

Viðburðurinn á Facebook

 

Tengt efni: