Umhverfistofnun - Logo

Veiðikortanámskeið

Fyrir þá sem vilja sækja um veiðikort

Veiðikort gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum.

Allir sem hyggjast stunda almennar fugla-, refa- eða hreindýraveiðar verða að vera handhafar veiðikorts og ætið bera kortið á sér á veiðum. Skylt er jafnframt að hafa meðferðis skotvopnaskírteini sé um skotveiði að ræða. 

Undirbúningur fyrir hæfnispróf veiðimanna (veiðikortapróf)

  1. Skrá sig á ákveðið námskeið. Sjá næstu námskeið.
  2. Greiða með greiðslukorti við skráningu. Sjá námskeiðsgjöld
  3. Lesa bókina Veiðar á villtum fuglum og spendýrum eftir Einar Guðmann.

Ekki þarf að skila neinum gögnum til lögreglu ef einungis er farið á veiðikortanámskeið.

Fyrirkomulag veiðikortanámskeiða 

Umhverfisstofnun heldur veiðikortanámskeið og býður fram hæfnispróf veiðimanna.  

Námskeiðið er dagsnámskeið, tekur um sex klukkustundir og fara fyrirlestrar fram á Teams. Það er að jafnaði kennt síðdegis. 

Efnisflokkar: 

  • Bráðin 
  • Lög reglur og öryggi  
  • Náttúru- og dýravernd  
  • Stofnvistfræði  
  • Veiðar og veiðisiðfræði  

Námsefni

Bókin Veiðar á villtum fuglum og spendýrum eftir Einar Guðmann. Bókin er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu. Hún fæst í bókabúðum.

Stafræn próf

Eftir að nemendur hafa hlýtt á fyrirlestra á Teams taka þeir stafrænt krossapróf. 

Stafræna prófið er tekið á Grand hótel í Reykjavík eða á fræðslumiðstöð á landsbyggðinni. Nemandi velur sér próftökustað og próftökutíma í umsóknarferlinu.   

Nemendur þurfa að hafa með sér fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma til að þreyta prófið. 

Þegar nemandi mætir í próf skal hann sanna á sér deili með skilríkjum og prófdómari opnar rafrænan aðgang að prófinu. 

Þegar allir nemendur hafa komið sér fyrir opna þeir stafrænt próf í gegnum island.is með snjalltæki eða fartölvu og nota til þess rafræn skilríki.

Frá því prófið er opnað hefur nemandi 30 mínútur til að ljúka prófinu og liggur einkunn fyrir um leið og skilað er.

Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör.