Verkleg þjálfun

Umhverfisstofnun á samstarf við skotfélög á landinu um framkvæmd verklega hluta skotvopnanámskeiðanna.

Í verklega hlutanum felst kennsla í undirstöðuatriðum þess að meðhöndla skotvopn og notkun þeirra fer fram á viðurkenndu skotsvæði og skiptist niður í eftirfarandi:

  1. Umgengnisreglur um skotsvæði
  2. Örugg meðferð skotvopna á skotsvæði
  3. Leiðbeiningar við að skjóta 25 skotum með haglabyssu á leirdúfuvelli
  4. Leiðbeiningar við að skjóta a.m.k. 10 skotum af 22 LR kalibera riffli á riffilvelli
  5. Leiðbeiningar við að skjóta a.m.k. 5 skotum af riffli sem er stærra kaliber en 22 LR

Áður en námskeið hefst er ráðlegt fyrir þá sem aldrei hafa umgengist skotvelli eða skotvopn að leita til skotfélaga og fá kynningu eða leiðsögn. Mjög mismunandi er hvort þessi þjónusta er í boði hjá skotfélögum. Leitið því upplýsinga áður en haldið er á völlinn.