Við val á fyrirtækjum í verkefnið var lögð áhersla á þau sem talin eru hafa mest ítök á markaði, þá helst þau sem selja vörur í fríhöfninni í Leifsstöð, apótekum, heilsuvöruverslunum og/eða stórmörkuðum. Hér fyrir neðan er listi yfir fyrirtækin og eru þau alls 23.
Eftirfarandi fyrirtæki framleiða snyrtivörur:
Í ljós kom að rúmlega helmingur fyrirtækjanna, eða 52%, höfðu skráð snyrtivörur í vefgáttina. Úrbóta var þörf á skráningum 58% þeirra og var algengast að geymsluþol snyrtivöru kæmi ekki fram á myndum/merkingum.
Tæplega helmingur framleiðenda, eða 47,8%, höfðu ekki skráð sínar vörur í vefgáttina. Oftast var ástæðan sú að ekki var vitneskja um þessa kröfu innan fyrirtækisins. Þó voru dæmi um að fyrirtæki væri upplýst um þetta en ekki haft tök á því eða látið verða að því að skrá vörurnar.
Þau fyrirtæki sem þurftu að bæta skráningar hafa í langflestum tilfellum lokið úrbótum. Fyrirtækin sem ekki höfðu skráð vörur sínar í vefgáttina hafa upplýst Umhverfsstofnun um að þau muni klára skráningar á næstu mánuðum eða fyrir árslok 2015.