Sanngjarnt

Sanngjörn viðskipti

Þessi merki sýna fram á að viðskipti með þessa vöru flokkast sem sanngjörn viðskipti. Því lengra sem vara ferðast til að komast á borð neytenda því erfiðara er fyrir neytandann að vita nokkuð um framleiðsluferil vörunnar. Til eru merki sem ætlað er að segja neytendum að siðferðilegra sjónarmiða hafi verið gætt við framleiðslu vörunnar svo sem að starfsfólki séu tryggð lágmarksréttindi varðandi laun og aðbúnað. Fair trade merkið er þeirra þekktast. Sum merki á öðrum flipum síðunnar, ná að hluta einnig til viðskiptahátta, eins og FCS merkið til að mynda.

 

Fair trade

Merkið tryggir að við framleiðslu vörunnar eru gerðar lágmarkskröfur um verð, vinnuaðbúnað, lýðræðislega þróun og umhverfismál. Á þann máta eru bændum í það minnsta tryggðar réttmætar lágmarks tekjur fyrir sínar afurðir. Lágmarksverð fyrir vottaðar vörur er meðal annars ákveðið út frá nauðsynlegum ráðstöfunartekjum í viðkomandi landi eða heimshluta.

Merkið var stofnað í Hollandi árið 1988 og er ekki einskorðað við þróunarlönd. Á Norðurlöndunum má víða finna vottaðar innlendar vörur en þar eru framleiðendur mjög gjarna bæði með vottun um siðferðileg viðskipti og lífræna ræktun.

Lestu meira um Fair trade á heimasíðu merkisins