Iðnaður

Undir viðskiptakerfið féllu 11.401 einingar í staðbundnum iðnaði árið 2015. Umfang kerfisins eru allar brennslustöðvar yfir 20MW og allar stöðvar sem tilgreindar eru í viðauka I í tilskipun ESB frá 2003. Heildarlosun þessara stöðva árið 2015 jafngilti 1.800 Mt af CO2.

Hægt er að skipta staðbundnum iðnaði niður í átta meginflokka, byggt á helstu starfsemi þeirra:

  • Brennsla eldsneytis (aðallega raforkuframleiðsla auk ýmiss framleiðsluiðnaðar)
  • Hreinsunarstöðvar
  • Járn og stál, koks og málmgrýtiframleiðsla
  • Sement, sementsgjall og kalk framleiðsla
  • Önnur málmlaus efni (gler, keramik, steinefni, ull og gifs)
  • Framleiðsla á pappírsdeigi og pappír
  • Framleiðsla á efnum
  • Önnur starfsemi

Brennsla eldsneytis er aðal framleiðslan í iðnaðinum, 61% iðnaðarins er í þeim geira og losunin er um 68% af vottuðum losunarheimildum. Í öðru sæti er framleiðsla á sementi, sementgjalli og kalki eða um 8% allrar losunar.

Losunin í viðskiptakerfinu stjórnast af litlum hópi stórra losenda. Af þeim 9.000 einingum í staðbundnum iðnaði sem greint var frá í tengslum við 21.gr ETS tilskipunarinnar, losa 72% eininganna frá sér minna en 50.000 MT af CO2 og eru einungis ábyrgar fyrir 10% af heildarlosuninni.

Frekari upplýsingar um iðnað má finna hér.

Vöktun, skýrslugjöf og uppgjör

Fyrirtæki sem falla undir viðskiptakerfið krafin um að hafa eftirlit með og skrá árlega losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Þeir vakta losunina samkvæmt vöktunaráætlun sem samþykkt er af Umhverfisstofnun. Raunlosun er síðan vottuð af óháðum aðilum og losunarskýrsla send árlega til Umhverfisstofnunar. Síðan þurfa fyrirtækin að gera upp losunina í formi losunarheimilda sem samsvara  heildarmagni raunlosunar. Ef fyrirtæki afhendir ekki tilskilinn fjölda losunarheimilda ber viðkomandi ríki að knýja fram efndir með viðurlagaákvæðum, m.a. með álagningu sekta.

 

Tímabil kerfisins

Viðskiptakerfið hefur verið starfrækt frá ársbyrjun 2005 en því hefur verið skipt upp í mismunandi tímabil. Fyrsta tímabilið var frá 2005 til loka árs 2007. Annað tímabil samsvarar skuldbindingatímabili Kyoto-bókunarinnar, 2008-2012, en fjöldi heimilda innan viðskiptakerfisins á öðru tímabili tekur mið af fjölda heimilda sem gefnar voru út í samræmi við bókunina. Þriðja tímabilið hófst svo í ársbyrjun 2013 og stendur fram til ársins 2020. Fjórða tímabilið mun svo hefjast árið 2021 og standa til ársins 2030.