Umhverfistofnun - Logo

Stjórnunar- og verndaráætlun

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Bláskógabyggðar og hagsmunaaðila vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Geysissvæðið, en svæðið var friðlýst sem náttúruvætti þann 17. júní 2020.

Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Fjölmargir hverir og laugar eru á svæðinu og eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. Örnefnið Geysir hefur gefið goshverum nafn á erlendum tungumálum auk þess sem hverahrúður er oft kallað „geyserite“ á erlendum tungumálum. Upp af hverasvæðinu rís Laugarfell (187 m) sem er innskot úr líparíti þar sem ýmsar jarðmyndanir er að finna. Á verndarsvæðinu er að finna plöntutegundina laugadeplu sem skráð hefur verið á válista sem tegund í nokkurri hættu.

Hið friðlýsta svæði er 1,2 km² að stærð.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Þórdís Björt Sigþórsdóttir thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is og Valdimar Kristjánsson, valdimar.kristjansson@ust.is eða í síma 591-2000. 

Tengd skjöl:

Stjórnunar- og verndaráætlun, drög
Verk- og tímaáætlun
Samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps

1. fundur samstarfshóps 10. febrúar 2021 - fundargerð
2. fundur samstarfshóps 21. apríl 2021 - fundargerð
3. fundur samstarfshóps  8. júní 2021 - fundargerð
4. fundur samstarfshóps  1. september 2020 - fundargerð