Umhverfistofnun - Logo

Advanced Marine Services Limited

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Advanced Marine Services Limited vegna framkvæmdar við skipsflakið Minden, sem var þýskt gufuknúið fraktskip, sem sökk 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Um er að ræða leit að verðmætum í skipsflakinu. Starfsleyfið er veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Starfsleyfinu fylgir greinargerð.