Reglugerð nr. 677/2021 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna
Á árinu 2015 tók gildi reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna, sem sett var m.a. til innleiðingar á tilskipun EB/2009/128 um sjálfbæra notkun varnarefna en einnig byggði hún á ákvæðum úr eldri reglugerðum. Eftir nokkur ár í framkvæmd var talin ástæða til þess að endurskoða reglugerðina og hefur hún nú verið felld niður með setningu reglugerðar nr. 677/2021 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna.
Á þessari síðu eru teknar saman upplýsingar um þær breytingar sem hafa átt sér stað frá eldri reglugerð. Hér má finna glærukynningu um breytingarnar.
Reglugerðina má lesa í heild sinni á reglugerd.is
Efnisyfirlit:
1. Um hvað snúast helstu breytingar?
2. Breyting á hugtökum.
3. Markaðssetning á vörum til almennings – Aukin upplýsingagjöf.
4. Gildistími notendaleyfa lengdur.
5. Endurnýjun á notendaleyfum.
6. Ábyrgðaraðilar fyrir markaðssetningu.
7. Hvernig tiltefna fyrirtæki ábyrgðaraðila?
8. Framkvæmd við eyðingu meindýra – Aukinn skýrleiki.
9. Framkvæmd við úðun garða – Aukinn skýrleiki.
10. Skylda til að varðveita upplýsingar um notkun.
11. Ákvæði um skýrslugjöf um rottur og veggjalús felld brott.
2.1 Varnarefni
Notkun á hugtakinu varnarefni er hætt og hugtökin plöntuverndarvörur eða útrýmingarefni notuð í staðinn eftir því sem við á.
Plöntuverndarvara er efni eða efnablanda, sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notað er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna, svo sem plöntulyf, illgresiseyðar og stýriefni.
Útrýmingarefni er nagdýraeitur, lindýraeitur, ormaeitur og vörur til að verjast öðrum hryggleysingjum, skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum.
2.2 Hvað eru notendaleyfisskyldar vörur?
Plöntuverndarvara eða útrýmingarefni þar sem skilgreint er í markaðsleyfi að varan sem um ræðir sé einungis ætluð til notkunar í atvinnuskyni hvort sem er í landbúnaði, garðyrkju eða við eyðingu meindýra. Einstaklingar þurfa notendaleyfi til þess að kaupa og nota notendaleyfisskyldar vörur.
2.3 Hvað eru meindýr?
Rottur og mýs annars vegar og skordýr og aðrir hryggleysingjar hins vegar, sem valda tjóni eða umtalsverðum óhreinindum í eða við hýbýli manna, í gripahúsum, farartækjum, vöruskemmum o.s.frv. Um tjón af völdum villtra fugla og villtra spendýra gilda ákvæði laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Þeir sem markaðssetja plöntuverndarvörur og útrýmingarefni til almennrar notkunar skulu veita þeim sem kaupa og nota umræddar vörur almennar upplýsingar um áhættu af notkun þeirra fyrir heilbrigði manna og umhverfið, sérstaklega hvað varðar hættu, váhrif, rétta geymslu, meðhöndlun, notkun og örugga förgun.
Gildistími notendaleyfi verður allt að 8 ár, með möguleika á að framlengja í 2 ár.
Skilyrði fyrir endurnýjun á notendaleyfi verða:
Frá 1. janúar 2022 þurfa einstaklingar að hafa lokið námi eða námskeiði fyrir endurnýjun á notendaleyfi.
Notendaleyfishafar þurfa að sækja um endurnýjun eða framlengingu á notendaleyfi.
Dreifandi sem markaðssetur notendaleyfisskyldar vörur skal tilkynna nafngreindan ábyrgðaraðila til að tryggja að nægjanleg fagþekking sé innan fyrirtækis.
Ábyrgðaraðili skal vera til taks þegar sala fer fram til að veita viðskiptavinum upplýsingar notkun og áhættu. Ábyrgðaraðili skal hafa lokið námi eða námskeiði sem Umhverfisstofnun metur gilt.
Ef ábyrgðaraðili lætur af störfum þarf fyrirtækið að tilkynna um nýjan ábyrgðaraðila.
Allir sem starfa við eyðingu á meindýrum, þ.m.t. rottum, músum, skordýrum og öðrum hryggleysingjum í atvinnuskyni skulu hafa notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum.
Skerpt er á ákvæðum um að eingöngu handhafar notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum megi nota útrýmingarefni við framkvæmd eyðingar meindýra.
Við eyðingu á meindýrum gilda ákvæði laga um velferð dýra og laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Skerpt er á ákvæðum um að eingöngu handhafar notendaleyfis fyrir plöntuverndarvörum megi nota plöntuverndarvörur við framkvæmd á úðun garða.
Varðveisla á upplýsingum um notkun útrýmingarefna:
Varðveisla á upplýsingum um notkun plöntuverndarvara:
Í eldri reglugerðinni mátti finna ákvæði sem fjallaði um skýrslugjöf vegna útrýmingar á rottum og veggjalús, m.a.: „Að lokinni vinnu við útrýmingu á rottum eða veggjalús ber handhafa notendaleyfis að gera skýrslu um verkið og senda til viðkomandi heilbrigðisnefndar…“.
Þessi skilyrði eru felld brott úr reglugerðinni en stefnt er að því að bæta þeim inn í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir við næstu endurskoðun þeirra.