Vottun

Photo by Helloquence on Unsplash

Skýrsla rekstraraðila um losun gróðurhúsalofttegunda skal vottuð af aðila sem hefur hlotið til þess viðeigandi faggildingu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hlutverk vottunaðila er að tryggja að skýrsla rekstraraðila uppfylli þær kröfur sem um hana gilda og skal hann vera óháður rekstraraðila og gæta hlutleysis í störfum sínum. Sjá nánar reglugerð nr. 131/2013 um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. 

Enn sem komið er hefur enginn vottunaraðili hlotið faggildingu hér á landi til að votta skýrslur rekstraraðila í viðskiptakerfinu. Fyrirtækjum sem hafa áhuga á slíkri faggildingu er bent á að hafa samband við ISAC Faggildingarsvið Hugverkastofu.

 Rekstraraðilum sem heyra undir kerfið er heimilt að leita til erlendra vottunaðila, að því gefnu að þeir hafi hlotið faggildingu í samræmi við reglur kerfisins. Á listanum hér fyrir neðan er að finna nöfn vottunaraðila sem Umhverfisstofnun hefur staðfest að uppfylli sett skilyrði. Ef vottunaraðila sem rekstraraðili vill leita til er ekki getið á listanum skal senda Umhverfisstofnun faggildingarskjal (accreditation certificate) vottunaraðilans á ensku eða Norðurlandamáli (öðru en finnsku) og óska eftir því að honum verði bætt á listann. 

 Listi yfir vottunaraðila: 

Ernst & Young Associés (France)

  • 41 Rue Ybry
  • 92200 Neuilly Sur Seine cedex
  • Tel: +33-146937548 
  • Fax: +33-158472427
  • Website: www.ey.com 
  • Umboðsaðili á Íslandi: Ernst & Young ehf. 
  • Borgartún 30
  • 105 Reykjavík 
  • Tel: +354 595 2500 

BSI 

  • Kitemark Court 
  • Davy Avenue 
  • Knowlhill 
  • Milton Keynes 
  • MK5 8PP UK 
  • Tel: +44 (0)845 080 9000 
  • Fax: +44 (0)1908 228060 
  • Website: www.bsigroup.com 
  • Umboðsaðili á Íslandi: BSI á Íslandi 
  • Skipholti 50c 
  • 105 Reykjavík 
  •  Tel.: +354 414 4444

DNV Business Assurance

Bureau Veritas Danmark