Sérstakar viðvaranir eiga að vera á umbúðum snyrtivara sem innihalda tiltekin efni sem ástæða er til að vara við. Hættan er þá fólgin í því sem getur komið fyrir ef ekki er farið eftir notkunarleiðbeiningum. Slíkum viðvörunum fylgja oftast fyrirmæli um hvernig nota eigi vöru á öruggan hátt.
Þessar merkingar eiga að vera á íslensku nema ef aðeins er um að ræða upptalningu innihaldsefna.
Efnin sem þetta á við um eru talin upp í III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009.
Viðvörun vegna flúors í tannkremi (0,1 – 0,15% flúoríð):
"Börn 6 ára og yngri: Notið þann skammt af tannkremi sem samsvarar nöglinni á litlafingri barnsins til að lágmarka gleypingu. Önnur inntaka flúors skal vera í samráði við tannlækni eða lækni."
Viðvörun vegna vetnisperoxíðs í m.a. snyrtivörum fyrir húð og neglur:
"Inniheldur vetnisperoxíð. Varist snertingu við augu. Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega."
Viðvörun vegna losun formaldehýðs í naglaherði:
"Verjið naglabönd með feiti eða olíu."
Útfjólubláir geislar sólar (UV geislar) eru ósýnilegir mönnum. Ósonlagið í lofthjúp jarðar gleypir stóran hluta þessara geisla en hluti útfjólublárrar geislunar nær þó til jarðar.
Útfjólubláum geislum er gjarnan skipt í A og B geisla eftir bylgjulengd (hér eftir kallaðir UVA og UVB, þ.e. Ultraviolet A og B).
Útfjólubláir geislar hafa jákvæð áhrif á menn þar sem þeir ýta undir myndun D-vítamíns í líkamanum en neikvæð áhrif þeirra eru þó öllu fleiri. Nokkuð langt er síðan menn áttuðu sig á samspili UVB geisla og sólbruna, aukinnar hrukkumyndunar og jafnvel illkynja húðkrabbameins. Þó að UVB-geislar teljist aðalorsakavaldur illkynja húðkrabbameins er ekki loku fyrir það skotið að UVA geislar eigi einnig þátt í myndun þess. Sannað þykir að UVA-geislar flýti öldrun húðarinnar en rannsóknir benda einnig til þess að í óhóflegu magni veiki bæði UVB og UVA geislar ónæmiskerfi líkamans.
Í sólarvarnarvörum eru efni sem hindra sólbruna af völdum útfjólublárra geisla, svokallaðar UV-síur. Tvenns konar UV-síur eru jafnan notaðar saman sem byggja á mismunandi gleypni UV-geislunar. Þetta eru annars vegar ólífræn efni á borð við títaníumoxíð og hins vegar ýmis önnur fituleysanleg efni sem sumbrotna illa niður í umhverfinu og vísbendingar eru um að uppsöfnun þeirra í líkamanum. Eitt af þeim er efnið 4-MBC (4-methyl benzylidene camphor) og er mælt með því að börn noti ekki sólarvörn með því efni. Aðeins þær UV-síur sem taldar eru upp í VI. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 mega vera í sólarvörn.
Sólvarnarvörur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að teljast sem fullnægjandi sólarvörn. Þær þurfa að veita vörn gegn UV geislum af mismunandi bylgjulengd (UV-A og UV-B geislar). Merkingar skulu miða að því að auðvelda val á viðeigandi sólarvörn og ekki má nota fullyrðingar um að vara veiti fullkomna vörn gegn geislum sólar. Fullyrðingar um verkun sólvarna og annarra snyrtivara skulu fylgja ákveðnum viðmiðunum m.a. um, trúverðugleika, heiðarleika og skal vera sannprófuð með rannsóknum. Reglugerð um þær viðmiðanir tók gildi hér á landi árið 2014.
Litarefni sem nota má í snyrtivörur eru talin upp í IV. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009.
Mörg algeng hárlitunarefni hafa ekki staðist áhættumat. Þau hafa ýmist verið bönnuð eða sett fram skilyrði um notkun þeirra, ásamt varnarorðum, vegna hættu á ofnæmi, öðrum neikvæðum áhrifum á heilsu eða vegna vafa á því að þau séu örugg heilsu manna.
Í III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 er listi yfir efni sem skilyrði gilda um (sjá í dálki i um notkunarskilyrði og varnarorð).
Ef ákveðin efni eru í hárlitum er skylt að setja notkunarskilyrði og varnarorð á umbúðir eða fylgiseðil. Hér er listi yfir helstu þessara efna sem notuð eru í hárliti.
Í dálkinum lengst til hægri má sjá notkunarskilyrði og varnarorð sem gilda um hvert efni fyrir sig.
Einnig er skylt að setja ákveðna viðvörunarmerkingu á umbúðir, eða á fylgiseðil, ef efni geta valdið ofnæmi.
Einnig skal blöndunarhlutfall fyrir oxandi hárlitunarefni koma fram á umbúðum
Viðvörunarmerking vegna ofnæmisvaldandi efna:
Litgjafar fyrir hár geta kallað fram alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lesið og fylgið leiðbeiningum. Þessi vara er ekki ætluð til notkunar fyrir einstaklinga sem eru yngri en 16 ára. Tímabundið húðflúr með „svörtum hennalit“ (e. temporary black henna tattoo) getur aukið hættu á ofnæmi. Ekki skal lita hárið:
— ef þú ert með útbrot í andliti eða með viðkvæman hársvörð, ertingu í hársverði eða skaddaðan hársvörð,
— ef þú hefur einhvern tímann fundið fyrir óþægindum eftir hárlitun,
— ef þú hefur áður fundið fyrir óþægindum eftir tímabundið húðflúr með „svörtum hennalit“.
Rotvarnarefni í snyrtivörum eru mikilvæg til að hindra bakteríuvöxt og tryggja upprunaleg gæði snyrtivara eftir að umbúðir eru opnaðar í fyrsta sinn.
Mörg leyfileg rotvarnarefni eru umdeild eins og paraben sem sýnt hefur verið frá á að geta raskað homónastarfsemi. Önnur efni geta valdið ofnæmi eins methylisothiazolinone og önnur eru skaðleg umhverfinu eins og triclosan.
Leyfilegur hámarksstyrkur parabena er háður takmörkunum og mörg þeirra eru óleyfileg sem innihaldsefni í snyrtivörum. meðal annars:
Tannhvítunarefni sem notuð eru á snyrtistofum eða af almenningi má að hámarki innihalda 0,1% vetnisperoxíð samkvæmt viðauka III með reglugerð (EB) um snyrtivörur nr. 1223/2009.
Tannhvítunarefni sem inniheldur allt að 6% vetnisperoxíð mega tannlæknar eingöngu nota svo að tryggt sé að notkun þess fari einungis fram hjá sérfræðingi.
Nanóefni eru efnisem framleidd eru í örstærð (mæld í nanómetrum eða einum milljónasta úr millimetra).
Nanóagnir eru taldareiga greiðari leið í gegnum himnur vegna smæðar sinnar og yfirborðseiginleika í einhverjum tilvikum. Innöndun nanóefna getur sér í lagi reynst varasöm því örsmáar efnisagnirnar geta borist ofan í lungun.
Tilkynna skal sérstakar upplýsingar um nanóefni ef það hefur ekki áður verið skráð í viðauka snyrtivöruvefgáttar ESB (CPNP) sex mánuðum áður en varasem inniheldur nanóefni er markaðssett.
Í tilkynningu skal taka fram ýmis gögn um auðkenni nanóefnis (IUPAC heiti), stærð agna og eiginleikar, magn efnis í snyrtivörunni, eiturefnafræði, öryggi og notkun og váhrif þess.