Varp í hafið og lagnir í sjó

Óheimilt er að varpa efni eða hlutum í hafið. Umhverfisstofnun getur þó, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar, veitt leyfi til að dýpkunarefnum, náttúrulegum, óvirkum efnum og fiskúrgangi frá fiskverkunarstöðvum í landi þegar sérstaklega stendur á sé varpað í hafið. Lagning sæstrengja og neðansjávarleiðslna er háð samþykki Umhverfisstofnunar.