Listi þessi er byggður á mati skyndihjálpar- og endurlífgunarráðs Rauða Kross Íslands frá árinu 2012.
Búnaður til endurlífgunar
- Súrefnistæki með stillanlegu flæði (1 til 15 lítrar) sem tengja má við blástursmaska. Ef langt er í aðstoð getur þurft auka 5 lítra súrefniskút.
- Kokrennur, 5 til 6 stærðir.
- Blástursmaski.
- Einnota blástursplast, hluti af persónulegum búnaði hvers starfsmanns.
- Öndunarbelgur, til afnota fyrir faglærða aðila á staðnum.
- Hjartastuðtæki ásamt nauðsynlegum fylgihlutum.
- Einfalt handsog (fyrir faglærða á staðnum)
Búnaður til björgunar
- Björgunarsveigur er nauðsynlegur í öllum laugum sama hversu djúpar þær eru.
Búnaður til aðhlynningar
- Flotbakbretti með minnst þremur ólum eða frönskum rennilás sem ekki límast saman í vatni. Höfuðpúðar á brettið eru nauðsynlegir.
- Kragar, stífir og stillanlegir fyrir alla aldurshópa.
- Teppi
- Samspelkur 2 stk.