Sýning um Surtarbrandsgil og göngur

Sýning Umhverfisstofnunar um náttúruvættið Surtarbrandsgil í gamla prestsbústaðnum á Brjánslæk er opin daglega á tímabilinu 13. júní – 15. ágúst. 

Aðgangur er öllum frjáls án endurgjalds. 

Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir: Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.

Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.

Gangan fram og til baka tekur að jafnaði um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Hún er flestum fær en undirlag er ójafnt á köflum og stundum blautt. Það er nauðsynlegt að vera vel skóaður, hækkun er óveruleg.

Fræðslugildi Surtarbrandsgils og nánasta umhverfis þess felst í merkilegri jarðfræði og gróðursögu. Hægt er að taka á móti hópum á sýninguna utan hefðbundins opnunartíma ef þess er óskað, án endurgjalds. Beiðnir um fylgd í gilið utan skipulagðra ganga eru metnar í hverju tilfelli fyrir sig og tekið mið af aðstæðum á svæðinu.