Bra Miljöval

Merkið er þróað af náttúruverndarsamtökunum Naturskyddsforeningen í Svíþjóð í samvinnu við samtök verslunar.

Merkjasamtökin hafa mótað úrval heilstæðra umhverfisviðmiða sem framleiðendur eða dreifingaraðilar verða að uppfylla. Í þeim felst til að mynda að við framleiðslu má ekki notast við efni sem eru þrávirk eða skaðleg umhverfinu. Einnig eru settar kröfur um orkunotkun auk þess sem það verður að vera hægt að endurvinna vöruna eða að niðurbrot hennar hafi ekki skaðleg áhrif á umhverfið.

Lestu meira um Bra Miljöval á heimasíðu Naturskyddsforeningen