Ísafjörður

Á Ísafirði starfa tveir starfsmenn yfir veturinn en yfir sumarið fjölgar um nokkra landverði. Meginverkefni starfsmanna eru umsjón og rekstur friðlýstra svæða og stjórnsýsla náttúruverndarmála,  ásamt því að sjá um landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar. Þegar komið er til Ísafjarðar er gott aðgengi fyrir gesti að koma gangandi eða hjólandi á starfsstöðina en einnig má finna hleðslustöðvar fyrir rafbíla í grennd við starfsstöðina.

Hornstrandastofa, gestastofa fyrir friðlandið á Hornströndum er á starfsstöðinni. Gestastofan er opin virka daga frá klukkan 13:00 – 15:00 yfir vetrartímann en frá 1. júni  til 31. ágúst lengist opnunartíminn og er þá opið frá 8:00 – 16:00 mánudaga til laugardaga.

Starfsmenn:
Kristín Ósk Jónasdóttir, teymisstjóri, netfang: kristinosk@ust.is
Jón Björnsson, sérfræðingur, netfang: jonb@umhverfisstofnun.is


Heimilisfang: Silfurgata 1, 400 Ísafirði
Sími Umhverfisstofnunar: 591-2000
Sími Hornstrandastofu: 665-2810


Helstu verkefni á starfsstöð: