Hvað eru plöntuverndarvörur?


Plöntuverndarvara er efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna, svo sem plöntulyf (skordýra- og sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni.

Plöntuverndarvörur eru notaðar í hvers kyns ræktun svo sem á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum en einnig til að halda gróðri í skefjum á gróðurlausum svæðum.

Allar plöntuverndarvörur sem settar eru á markað hér á landi skulu hafa markaðsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út. Nánar um markaðsleyfi 

Samkvæmt gildandi reglum er plöntuverndarvörum skipað í þessa tvo flokka;
1. vörur sem ætlaðar eru til almennrar notkunar og allur almenningur getur keypt og notað.
2. notendaleyfisskyldar vörur þar sem notendaleyfi þarf til að kaupa og nota.