Umhverfisstofnun hefur hag komandi kynslóða og náttúrunnar að leiðarljósi í stefnumótun og störfum stofnunarinnar.
Gildi Umhverfisstofnunar eru framsýni, samstarf og árangur.
Umhverfisstofnun er leiðandi afl í umhverfismálum og náttúruvernd í samfélaginu. Hlutverk stofnunarinnar er að fylgjast grannt með þróun mála og gæta velferðar almennings.
Gagnsæi er lykilatriði í störfum og stefnu Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun setur sér markmið, mælir árangur og miðlar niðurstöðum.
Stefna Umhverfisstofnunar 2018-2022 markast af stöðu stofnunarinnar og veitir yfirsýn yfir hag íbúa hvar á landi sem er.
Hópvinna er ríkjandi vinnufyrirkomulag sem kemur sér vel við mótun framtíðarstefnu Umhverfisstofnunar hverju sinni.
Umhverfisstofnun nýtir styrkleika hvers starfsmanns og leitar bestu lausna í samstarfi við almenning oghagsmunaaðila.