Undanfarin ár hafa vísindamenn og heilbrigðisstarfsfólk bent á hættu sem stafar af efnum sem valda svokölluðum innkirtlatruflandi áhrifum (e. endocrine distrupting effects). Ekki er um eina ákveðna uppsprettu að ræða, heldur eiga efni þessi uppruna sinn í fjölmörgum vörum sem venjuleg heimili nota dagsdaglega.
Þessi efni eru gjarnan í mjög lágum styrk í ýmsum vörum, t.a.m. ílátum undir matvæli, ungbarnaleikföngum, snyrtivörum og plöntuverndarvörum. Dæmi um þessi efni eru mýki- og herðiefni fyrir plast eins og bisfenól og þalöt. Þau finnast líka í vörum sem auglýstar eru bisfenól-A (BPA) lausar.
Það sem þessi efni eiga sameiginlegt er að þau herma eftir kvenhormóninu estrógen og trufla þar af leiðandi öll efnaskipti þar sem það kemur við sögu, allt frá getnaði til fæðingar en líka síðar á ævinni.
Vísindamenn sem meta áhættu af völdum innkirtlatruflandi efna telja mikilvægt að setja þau öll undir einn hatt, alls ekki sé nóg að tilnefna leyfilegt magn hvers efnis fyrir sig, heldur þurfi að meta þau saman í uppsöfnuðu magni, hvort sem er í fæðunni eða umhverfinu.
Innkirtlatruflandi efni hafa áhrif á fjölda og gæði sæðisfrumna, þroska karlkynsfóstra í móðurkviði, valda fæðingargalla á kynfærum sveinbarna, trufla kynþroska drengja, kalla fram kvenleg einkenni drengja og karllæg einkenni hjá stúlkubörnum.
Sami efnastyrkur hefur ekki sömu áhrif á vaxandi fóstur og mæður, og því eru þessi efni sérstaklega hættuleg fyrir ófrískar konur.
Önnur áhrif innkirtlatruflandi efna eru minni frjósemi, krabbamein í kynkirtlum, efnaskiptakvillar sem valda offitu og sykursýki og bæling ónæmiskerfisins.
Aukin tíðni fæðingagalla á kynfærum sveinbarna þar sem þvagrás er of stutt og þvagrásaropið er á röngum stað neðanvert á getnaðarlimnum, ásamt því að bæði eistun ganga ekki niður þegar sveinbarnið fæðist er vaxandi heilsufarsvandamál. Stúlkubörn verða sömuleiðis fyrr kynþroska.
Hægt er að forðast þessi efni í daglegu lífi með því að:
Nýbakaðar mæður með börn á brjósti og ungbörn eru sérlega viðkvæm fyrir efnum í umhverfinu og ættu að fylgja eftirfarandi ráðum til að forðast þau efni sem valda truflun á hormónajafnvæginu og efni sem geta valdið ofnæmi:
Innkirtlatruflandi efni hafa víðtæk áhrif í umhverfinu og á öll spendýr, en mest er athyglin á skaðsemi þeirra fyrir ófrískar konur, ungbörn og á sæðisframleiðslu karla, kyngetu og krabbameina í eistum, blöðruhálskirtli og brjóstum.