Föstudaginn 6. nóvember 2009 var ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn í Turninum, Kópavogi, í boði Kópavogs.
Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir setti fundinn, en í kjölfarið voru flutt ýmis erindi er tengdust yfirskrift fundarins sem var „Náttúruvernd og nýsköpun“.
Í lok fundarins var farið í skoðunarferð, m. a. um friðuð svæði í Kópavogi.
Hér fyrir neðan má nálgast ávarp forstjóra og fyrirlestra fundarins: