Óhappa- og slysaskráning

Verði óhapp er skráning á atburðinum mikilvæg fyrir innra eftirlit og utanumhald á starfsemi. Verði slys, þar sem barn meiðist og þarf að fara á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða heilsugæslu, skráist það í Slysaskráningu Íslands. Því er mikilvægt að fylla út þar til gert eyðublað vegna óhappa þegar allt er um garð gengið. Áhættumat hefur verið tekið upp á ýmsum stöðum, s.s. á leikskólum, íþróttahúsum og á sund- og baðstöðum og er óhappaskráning sem og skráning slysa mikilvægur hluti matsins. Starfsmenn þurfa að þekkja til óhappaskráningarferils og hvar slík eyðublöð er að finna. 

 Helstu skráningaratriði í kjölfar slyss: 

  • Nafn 
  • Kennitala 
  • Kyn
  • Dagsetning óhapps 
  • Tími óhapps
  • Tegund óhapps
  • Starfsemi, heimilsfang 
  • Lýsing á atviki 
  • Áverkar 
  • Athugasemdir (nánar um aðstæður og atvik) 
  • Tilkynning á slysi (t.d. til foreldra, tryggingafélags, heilbrigðiseftirlits) 
  • Eftirfylgni (t.d. fór heim/læknisþjónusta í fylgd foreldra, kallað á sjúkrabíl, áætlun um úrbætur) 

 Óhappakráningarblöð fyrir leik- og grunnskóla, íþróttahús og sund- og baðstaði eru hér til afnota en þau má hafa til viðmiðs fyrir annars konar starfsemi. Að auki er skráningablað fyrir óhöpp sem verða á öðrum stöðum.