Rjúpa

 

Ljósmyndari: Ólafur K. Nielsen
Ljósmynd: Ólafur K. Nielsen

Veiðireglur 2024 

Umhverfisstofnun hefur sent inn veiðistjórnunartillögur fyrir rjúpu árið 2024 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og lagt til að veiðar verði með eftirfarandi hætti.

Tímabilið hefjist föstudaginn 25. október. Veiðar verði frá og með föstudögum til og með þriðjudögum. 

Veiðidagar eru heilir og skiptast þannig niður eftir landshlutum:

Austurland:              45* (25. okt – 22. des)
Norðausturland:       20 (25. okt – 19. nóv)
Norðvesturland:       20 (25. okt – 19. nóv)
Suðurland:              20 (25. okt – 19. nóv)
Vesturland:             20 (25. okt – 19. nóv)
Vestfirðir:                25 (25. okt – 26. nóv)
  * 43 veiðidagar þar sem lög 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum kveða á um að rjúpa sé ekki veidd eftir 22. desember

Tillögurnar í heild sinni má lesa hér.

Vísað er til stofnmats Dr. Fred Johnsons og draga nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu til rökstuðnings þessara tillaga. Drög að stjórnunar- og verndaráætluninni má finna hér neðar á síðunni.

Stofnmat Dr. Fred Johnson á rjúpu haustið 2024.

Minnt er á að sölubann er á rjúpu. Veiðar eru áfram óheimilar á Reykjanesi (Landnám Ingólfs) en ráðuneytið hefur þó farið þess á leit við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun að leggja mat á afnám friðunar á því svæði.

Hægt er að senda inn athugasemdir varðandi tillögurnar til og með 19. júlí með því að smella á bláa hnappinn hér að neðan. Þau sem hyggjast gera slíkt eru hvött til þess að kynna sér stjórnunar- og verndaráætlunina áður en spurningar eru sendar inn þar sem hún útskýrir fasta stjórnþætti og aðferðafræði við ákvarðanatöku á lengd veiðitímabils.

 

Senda inn athugasemd

Stjórnunar- og verndaráætlun

Drög að stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu hafa nú verið birt. 

Nánar um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu

Um tegundina

Fræðiheiti: (Lagopus muta)

Nytjar: Matbráð

Eggjataka: Ekki hefð fyrir eggjatöku

Válisti Náttúrufræðistofnunar: NT (Tegundir í yfirvofandi hættu)

Heimsválisti: LC (Least Concern)

Meira um rjúpu á vef Náttúrufræðistofnunar