Umhverfisstofnun tekur við ábendingum um akstur utan vega, bæði atvikum þar sem fólk hefur orðið vitni að akstri en einnig ef fólk telur sig hafa fundið nýleg för í náttúru landsins. Hafir þú ábendingu getur þú komið henni á framfæri við Umhverfisstofnun með tölvupósti eða með því að hafa samband í síma 591-2000.