Þjóðgarður á Vestfjörðum

 

Umhverfisstofnun, ásamt samstarfshópi sem vinnur að undirbúningi friðlýsingar, leggur hér með fram tillögu að friðlýsingaskilmálum fyrir þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt tillögu að mörkum svæðisins. Svæðið nær m.a. til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Vatnsfjarðar, Surtarbrandsgils og Hrafnseyrar. 

Tillöguna má finna á þessari síðu.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til og með 26. maí 2021.

Í september 2019 færði RARIK íslenska ríkinu jörðina Dynjanda að gjöf. Við undirritun samkomulags vegna gjafarinnar staðfestu stjórnvöld að stefnt væri að frekari friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði.

Í byrjun ársins 2020 hófst vinna með Vesturbyggð, Ísafjarðarbæ og Umhverfisstofnun þar sem fyrirhugað var að vinna að mögulegri stækkun á náttúruvættinu Dynjanda og friðlandinu í Vatnsfirði, sem er í landi Brjánslækjar. Fljótlega komu fram hugmyndir um að tengja verndarsvæðin saman í eitt stærra friðlýst svæði vegna náttúru- sögu og menningarverðmæta, sem eru alltumlykjandi á þessu svæði. Í kjölfarið var ákveðið að stofna stærri samstarfshóp og bættust fulltrúar forsætisráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Landgræðslusjóðs í hópinn.

Tillaga að friðlýsingu þjóðgarðsins er hér með kynnt og allar helstu upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.