Umhverfistofnun - Logo

Fjölskyldustefna

Photo by Julie Johnson on Unsplash

Umhverfisstofnun vill stuðla að því að starfsfólk hafi sem best tækifæri til starfsþróunar, sé kleift að skilja á milli vinnu og fjölskyldulífs, samhliða því að sinna fjölskyldu og börnum og að geta notið einkalífs síns sem best í frítíma sínum. Til viðbótar lögbundnum réttindum vill stofnunin leggja sitt af mörkum til að ná fram framangreindum markmiðum.

  • Umhverfisstofnun hefur sett sér almenn viðmið um sveigjanlegan vinnutíma, sem eiga við um allt starfsfólk og þarf ekki að sækja sérstaklega um
  • Foreldrar geta óskað eftir lengingu á fæðingarorlofi þannig að leyfi spanni allt að eitt ár skv. samkomulagi við yfirmann og reglur Fæðingarorlofssjóðs
  • Starfsfólk getur óskað eftir tímabundið minnkuðu starfshlutfalli eða auknum sveigjanleika til að geta sinnt börnum sínum eða vegna annarra sérstakra fjölskylduaðstæðna. Slík leyfi eru veitt til árs í senn
  • Tekið er tillit til fjölskylduábyrgðar  þegar vaktatöflur eru gerðar fyrir starfsfólk í þjóðgarði og á friðlýstum svæðum
  • Mælst er til þess að foreldrar ungra barna séu ekki boðaðir á fundi fyrir kl. 9:00 að morgni og þeir standi ekki lengur en til kl. 16:00 síðdegis nema með fyrirfram samþykki þess foreldris sem í hlut á
  • Börn starfsmanna eru velkomin á vinnustaðinn. Leitast er við að aðstaða sé fyrir hendi á öllum starfsstöðvum til að börn geti komið með foreldrum sínum í vinnuna
  • Umhverfisstofnun býður starfsfólki sínu launað leyfi f.h. á aðfangadag og gamlársdag til að njóta sem best samvista við fjölskyldu þessa daga

Stefnan rýnd og samþykkt af yfirstjórn 29. september 2020.