Fyrirtækjavottun

 

 

Einungis þeim fyrirtækjum sem hlotið hafa vottun skv. 8. gr. reglugerðar nr. 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir er heimilt að annast ýmis verkefni varðandi búnað sem inniheldur F-gös. Tvær gerðir vottunar eru til eftir því um hvers kyns búnað/vinnu er að ræða. Hér á landi er einungis hægt að sækja um eina tegundina enn sem komið er, en vottun sem veitt hefur í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins telst jafngild hérlendri vottun.

Kröfur um verklag og vottaða starfsmenn

Kröfur um verklag, aðgang að nauðsynlegum búnaði og vottaða starfsmenn liggja til grundvallar þeim tveimur gerðum vottunar sem koma fram í reglugerðum ESB sem hér segir:

  • Kælikerfi, loftræstibúnaður, varmadælur o.fl.: Að því er varðar fastan kæli-, loftræsti- og varmadælubúnað sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 1066/2019, eru kröfurnar settar fram í reglugerð (ESB) 2015/2067.
  • Brunavarnarkerfi: Að því er varðar staðbundin brunarvarnarkerfi sem innihalda tilteknar flúoraðar gróðurhúsalofttefundir, sbr. 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 1066/2019, eru kröfurnar settar fram í reglugerð (EB) nr. 304/2008.

Vottun

Umhverfisstofnun er tilnefnd vottunarstofa og gefur út skírteini um vottun handa þeim sem um það sækja og staðist hafa viðeigandi mat hjá hérlendum matsaðila.

Þeir sem staðist hafa mat geta sótt um vottun með því að senda Umhverfisstofnun tölvupóst á póstfangið ust@ust.is þar sem fram kemur a.m.k. eftirfarandi:

  • Nafn fyrirtækis
  • Kennitala fyrirtækis
  • Um hvaða gerð vottunar er sótt
  • Hvenær fyrirtækið stóðst mat

Vottun sem veitt er hér á landi gildir í fimm ár frá útgáfudegi skírteinis. Til að fá vottun endurnýjaða að fimm árum liðnum skal gangast undir endurmat hjá matsaðila.

Mat

Sem fyrr segir er ekki enn hægt að sækja sér báðar gerðir vottunar hér á landi en IÐAN fræðslusetur er tilnefndur matsaðili fyrir kröfur er varðar:

  • fastan kæli- loftræsti- og varmadælubúnað sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 1066/2019.

Upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag mat skal nálgast hjá IÐUNNI fræðslusetri.

Útgefnar vottanir

Hér að neðan má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem hafa fyrirtækjavottanir í gildi.

Fyrirtæki
Kennitala
Lokadagur gildistíma
Aircool Íslandi ehf.
420791-1199
12.2.2029
Eimskip Ísland ehf.
421104-3520
13.11.2028
Expert kæling ehf.
431014-1810
22.6.2026
Hitastýring hf.
581177-0119
28.3.2028
Ísfrost ehf.
480196-3179
22.6.2026
KAPP ehf.
420307-3570
31.3.2027
Kæling ehf.
410605-0900
3.3.2029
Kælismiðjan Frost ehf.
430801-2360
22.6.2026