Tilgangur og markmið
- Að skoða innihaldslýsingu á umbúðum snyrtivara sem framleiddar eru utan evrópska efnahagssvæðisins (EES) í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur innihaldi bönnuð paraben, þ.e. bensýl-, ísóbútýl-, ísóprópýl-, pentýl- og fenýlparaben. Um er að ræða snyrtivörur á borð við augnfarða, fljótandi hörundsáburði, sjampó og hárnæringu. Voru vörurnar skoðaðar hjá birgjum sem helst flytja inn slíkar snyrtivörur frá Bandaríkjunum, Kanada og Kína.
- Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur og kröfur um merkingar og takmarkanir um innihaldsefni.
- Að auka neytendavernd.
Framkvæmd og helstu niðurstöður
Eftirlitið var farið dagana 14.-16. júní hjá eftirfarandi fyrirtækjum:
- Artica hf.
- Bændahöllin ehf./Radisson BLU
- Gyðja Collection ehf.
- Halldór Jónsson ehf.
- Kaupás hf.
- Kostur lágvöruverðsverslun ehf.
- Medico ehf.
- Nathan & Olsen hf.
- Parlogis ehf.
- Rekstrarvörur ehf.
Engin bönnuð paraben fundust í þeim snyrtivörum sem voru skoðaðar.
Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið