Hvað þarf ég að vita?

Með innleiðingu reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 um sæfivörur varð regluverkið í kringum sæfivörur mun flóknara en áður og ekki er alltaf auðvelt  að átta sig á því hvort reglurnar gildi um tiltekna vöru sem fyrirhugað er að setja á markað eða nota hér á landi.

Umhverfisstofnun hefur tekið saman upplýsingar fyrir framleiðendur, innflytjendur og notendur sæfivara til leiðsagnar þegar metið er hvort vara teljist vera sæfivara eður ei og hvaða skyldur fylgi því að setja á markað og nota slíkar vörur á Íslandi. Einnig er í leiðbeiningunum að finna upplýsingar varðandi notkun á sæfivörum, bæði fyrir fagmenn og almenning, um geymslu og förgun þeirra og upplýsingar um vörur sem hafa verið meðhöndlaðar með sæfivörum. Auk þess er fjallað í stuttu máli um alla fjóra aðalflokka sæfivara, þ.e.a.s. sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur.

Ef frekari upplýsingar vantar er velkomið að hafa samband við sérfræðing Umhverfisstofnunar í síma 591-2000 eða senda fyrirspurn á ust@ust.is.