Framkvæmd og helstu niðurstöður:
Verkefnið náði til allra plöntuverndarvara og nagdýraeiturs sem einungis eru ætlað til notkunar í atvinnuskyni. Umhverfisstofnun óskaði eftir skrám vegna sölu á þessum vörum á árinu 2017 þar sem fram kæmu eftirfarandi upplýsingar: vöruheiti, umbúðastærð, fjöldi seldra eða afhentra sölueininga af hverri umbúðastærð, dagsetning sölu, nafn og kennitala notendaleyfishafa, sem og nafn og kennitala fyrirtækis, ef við átti.
Eftirfarandi fyrirtæki féllu undir umfang verkefnisins:
Á árinu 2017 reyndust 34 plöntuverndarvörur sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni vera á markaði hér á landi og nam salan á þeim alls 3148 kg, eða sem samsvarar 1058 kg af virku efni. Af nagdýraeitri voru 10 vörur á markaði og nam salan á þeim alls 9771. Það samsvarar einungis 0,49 kg af virku efni og þá á sér skýringu í því að styrkur virku efnanna í öllum þessum vörum er einungis 0,005%.
|
Plöntuverndarvörur |
Nagdýraeitur |
Fjöldi vara í sölu |
34 |
10 |
Fjöldi virkra efna |
34 |
2 |
Sala alls af vörum |
3148 kg |
9771 kg |
Sala alls (sem magn af virku efni) |
1058 kg |
0,49 kg |
Eingöngu má afhenda tiltekin varnarefni sem ætluð eru til notkunar í atvinnuskyni til einstaklinga sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Af 134 kaupendum plöntuverndaravara á árinu 2017 reyndust 88 vera með notendaleyfi í gildi, 10 með útrunnin leyfi og 36 kaupendur höfðu aldrei verðið með gilt notendaleyfi eða annað sambærilegt leyfi. Mun hærra hlutfall kaupenda að nagdýraeitri var með leyfi í gildi þegar kaupin áttu sér stað eða 76 af þeim 77 einstaklingum sem keyptu slíkar vörur, en einungis einn var með útrunnið leyfi við kaup.
|
Notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur |
Notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum |
||
|
Fjöldi |
% |
Fjöldi |
% |
Kaupandi með leyfi í gildi |
88 |
66% |
76 |
99% |
Kaupandi með útrunnið leyfi |
10 |
7% |
1 |
1% |
Kaupandi aldrei haft leyfi |
36 |
27% |
0 |
0% |
Kaupendur alls |
134 |
|
77 |
|
Líkt og í verkefnum fyrri ára kemur enn í ljós að hluti þeirra sem kaupa plöntuverndarvörur, til notkunar í atvinnuskyni, hafa ekki gild notendaleyfi við kaup. Það er á ábyrð þeirra sem markaðssetja vörurnar að afhenda þær eingöngu til einstaklinga sem hafa leyfin í gildi. Verða hlutaðeigandi fyrirtæki upplýst um málið, þeim bent á ábyrgð sína hvað þetta varðar og gerð krafa um úrbætur ef við á.