Veiðifréttir

6. nóvember 2024

Stefán Helgi með einn veiðimann á sv. 9 fellt á Mýrum í Hornafirði og annan á sv. 8. fellt á Setbergsdal. ...

4. nóvember 2024

Albert með einn á sv. 8, fellt á Lónsheiði, Snorri Aðalsteins. með einn á sv. 8, fellt á Jökulsáreyrum í Lóni. ...

2. nóvember 2024

Stefán Helgi með einn á sv. 8, fellt í Setbergsdal, Stefán Helgi með einn á sv. 9, fellt á Hólmssandi, Siggi á Borg með einn á sv. 9, fellt á Hólmssandi. ...

1. nóvember 2024

Nóvemberveiðar hafnar á sv. 8. og sv. 9. Guðmundur á Þvottá með einn á sv. 8, fellt í Hvaldal, Stefán Helgi með þrjá á sv. 9, fellt á Hólmssandi, Þórir Sch. með einn á sv. 9. fellt á Hólmssandi. ...

20. september 2024

Seinasti veiðidagur tímabilsins runninn upp, bjartur og fallegur. Enn eru nokkrar kýr óveiddar. Villi í Möðrudal með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt í Mórauðafjallgarði og Hauksfjallgarði, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt við Sandvötn, Aðalsteinn í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 2, fell við Grjótá á Múla, Jón Egill með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt á Víkum, Halli Pöllu með einn að veiða kú á sv. 3, fellt á Víkum, Reimar með einn að veiða kú á sv. 6, fellt undir Stöðvarskarði í Fáskrúðsfirði, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 9, fellt í Kálfafellsdal. Þá er hreindýraveiðum lokið þetta árið: Fella átti 776 hreindýr nú í haustveiðum, 14 kýr á svo að fella í nóvember á svæðum 8. og 9. Þrír tarfar náðust ekki af kvótanum 2 á sv. 1 og einn á sv. 5. Fjórar kýr náðust ekki af kvótanum 2 á sv 4, 1 á sv. 5 og ein á sv. 6. Það er mjög góður árangur þar sem veðurfar var erfitt marga daga veiðitímabilsins. Einng var óvenju mörgum leyfum skilað seinustu vikurnar. Mikil vinna og tími fór í að bjóða mönnum á biðlistum leyfin sem inn komu og sumir fengu ekki marga daga til að ná þeim leyfum. Margir stukku til og tóku leyfi og náðu nær allir að veiða þau dýr. Seinasta leyfinu úthlutaði ég kl. 13.00 í dag og veiðimaðurinn var búinn að fella fyrir kl. 18.00. Það var vel gert. Ég vil þakka veiðimönnum og leiðsögumönnum með hreindýraveiðum kærlega fyrir samstarfið á tímabilinu. Veiðikveðjur Jóhann G. Gunnarsson. ...

19. september 2024

Enn og aftur ganga veðurguðirnir í lið með hreindýraskyttum, nú virðist bjart á öllum svæðum og sennilega verður þannig líka á morgun. Ívar Karl með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt á Heljardalsfjöllum, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða kýr á sv. 1, ein felld í Krókavatnshæðum, Villi í Möðrudal með þrjá að veiða kýr á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða kú á sv. 1, fellt á Dalsheiði, Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Þverá í Dalsheiði, Grétar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Strútsá, Jón Egill með einn að veiða kú á sv. 3, Friðrik á Hafranesi með einn að veiða kú á sv. 5, Elvar Friðriks með einn að veiða kú á sv. 5, fellt á Harðskafa, Arnór Ari með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt á Skútunni og í Fagradal, Albert með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Hofsdal, Eiður Gísli með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Snædal, Siggi Einars með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Hofsdal, Frosti með einn að veiða kú á sv. 7, fellt, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 9, fellt austan við Heinaberg. ...

18. september 2024

Þá fer nú að styttast í þeim tíma sem menn hafa til veiða, Bensi í Hofteigi með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Hafralón, Ólafur Gauti með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Heljardalsfjöll, Einar Eiríks með einn að veiða kú á sv. 1, fellt utan við Heljardalsfjöll, Pétur í Teigi með einn að veiða kú á sv. 1, fellt norðan við Hafralón, Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 1, Einar Axels með einn að veða kú á sv. 2 og tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt í Villingafelli og við Hornbyrnju, Ívar með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Moldarbotnum, Halli Pöllu með einn að veiða kú á sv. 3, fellt ofan við Kötluhraun, Jón Egill með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt við Stafdalsfjall, fór með þrjá seinnipart að veiða kýr sv. 3 og fellt við Stafdalsfjall, Sævar með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt á Harðskafa, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 9, fellt í Heinabergsdal. ...

17. september 2024

Hvar eru veiðimennirnir sem eiga eftir að veiða sýnar kýr. Glansbjart um allar koppagrundir. Búið er að fella 705 dýr það á eftir að fella 71 kýr af haustkvótanum og svo 24 í nóvember á svæðum 8 og 9. Pétur í Teigi með einn að veiða kú á sv. 1, Einar Axels með einn að veiða kú á sv. 2, Stebbi Kristm. með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt í Gilsárdal, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Kötluhrauni, Sævar með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt á Harðskafa, Stebbi Magg með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Krossdal, Frosti með einn að veiða kú á sv. 7, fellt við Hrossatind, Eiður Gísli með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Hofsdal. ...

16. september 2024

Siggi Aðalsteins með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt á Svalbarðsnúp, Alli Sig. með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Sandá og uppá Svalbarðsnúp, Grétar með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt í Svalbarðsnúp, Villi í Möðrudal með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt austan við Svalbarðsnúp, Eiður Gísli með þrjá að veiða kýr á sv. 7, fellt á Bugum. ...

15. september 2024

Seinasti veiðidagur tarfa er runninn upp. Veðrið er að lagast. Jónas Hafþór með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt ofan við Ormsstaði, Jón Egill með einn að veiða kú á sv. 3, fellt ofan við Ormsstaði, Sævar með þrjá að veiða kýr á sv. 5, fellt í Sandvík, bætti einum við með kú, fellt í Sandvík, Einar Axels. með einn að veiða kú á sv. 6, Daníel í Dölum með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Tungudal, Þorri Magg. með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Tungudal, Árni Björn með einn að veiða kú á sv. 7, fellt undir Hrossatindi, Þorri Guðm. með einn að veiða kú á sv. 7, fellt undir Hrossatindi, Gunnar Bragi með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt í Starmýrardal, Guðmundur á Þvottá með einn að veiða tarf á sv. 8, fellt við Svínafell, Siggi á Borg með tvo að veiða kýr á sv. 9, fellt í Staðardal, Júlíus með einn að veiða kú á sv. 9, fellt í Steinadal. Þá liggur að fyrir að þrír tarfar náðust ekki af útgefnum kvóta, einn á sv. 5 og tveir á sv. 1. ...