Plöntuverndarvörur á markaði 2020

Tilgangur og markmið:

  • Að ganga úr skugga um að plöntuverndarvörur sem eftirlitsþegi setur á markað séu með markaðsleyfi í gildi.
  • Að athuga hvort merkingar umbúða séu í samræmi við gildandi reglur þar um.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Farið var í eftirlit þann 25. maí 2020 hjá fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað. Úrtakið í eftirlitinu náði til 41 mismunandi plöntuverndarvara í heild. Allar plöntuverndarvörur sem fundust í sölu hjá fyrirtækjunum voru kannaðar með tilliti til markaðsleyfa, sbr. reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og merkinga á umbúðum varanna sbr. reglugerð nr 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna eða efnablandna, reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerð nr. 1002/2014 um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum.

Eftirfarandi eftirlitsþegar féllu undir umfang verkefnisins:

FyrirtækiStarfsemi    
    Samhentir Kassagerð ehf. Innflutningur, heildsala
    Garðheimar Gróðurvörur ehf. Innflutningur, heildsala, smásala
    Byko ehf. Smásala
    Streymi heildverslun ehf Innflutningur, heildsala

Samtals voru skoðuð 59 eintök af plöntuverndarvörum í eftirlitinu og þar af fundust eitt eða fleiri frávik við 7 vörur. Þetta þýðir að tíðni frávika var um 12%. Gerðar voru kröfur um úrbætur vegna ófullnægjandi merkinga á þessum 7 vörum og hafa fyrirtækin brugðist við þeim.