Ósoneyðandi efni eru efni fortíðarinnar og ættu ekki að sjást í notkun í dag nema í algerum undantekingartilfellum. Útfösun efnanna hófst fyrir áratugum síðan og við erum nú komin að lokastigum þeirrar vegferðar.
Eyðing ósonlagsins er alþjóðlegt umhverfisvandamál sem þjóðir heims sameinuðust um að takast á við þegar á níunda áratug síðustu aldar. Regluverk sem miðar að því að draga úr losun ósoneyðandi efna og Ísland á aðild að er því margvíslegt:
Einfaldasta útlistun stöðunnar í dag er að bannað er að framleiða, flytja inn og nota ósoneyðandi efni.
Fjallað er um mögulegar undanþágur frá framangreindu banni í III. kafla reglugerðar (EB) nr. 1005/2009. Margar gerðir undanþága sem þar er fjallað um er ekki lengur mögulegt að sækja um eða veita þar sem tímafrestir fyrir þær eru liðnir.
Nánar um undanþágur.