Umhverfisstofnun vegur athygli á að á eftirfarandi svæðum er notkun fjarstýrða og mannaðra loftfara takmörkuð og/eða óheimil nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Sótt er um leyfi á vef Umhverfisstofnunar. Undanskilið banninu eru leitar- og björgunaraðgerðir og starfsemi Landhelgisgæslunnar.
Andakíll |
Notkun ómannaðra loftfara er óheimil á Kistufirði, út fyrir Kistuhöfða og Grjóteyrarklakk. |
Dynjandi | Reglur um drónaflug við Dynjanda: 1. maí – 15. september Óheimilt er að fljúga fjarstýrðum loftförum (drónum) innan náttúruvættisins á tímabilinu 1. maí – 15. september nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Undanskilið banninu eru leitar- og björgunaraðgerðir og starfsemi Landhelgisgæslunnar og annara stofnana sem sinna lögbundnum rannsóknum og eftirlitshlutverki með náttúru- og menningarminjum. 16.september – 30.apríl Heimilt er að fljúga fjarstýrðum loftförum (drónum) innan náttúruvættisins á tímabilinu 16. september – 30. apríl án leyfis Umhverfisstofnunar. Tryggja skal að notkunin skaði ekki fólk og dýr eða valdi tjóni á eignum og gæta skal þess að trufla ekki upplifun annara gesta. Að öðru leyti skal haga notkun dróna í samræmi við reglugerð nr. 990/2017, um starfrækslu fjarstýrðra loftfara. Umhverfistofnun bendir sérstaklega á að ávallt er óheimilt að fljúga dróna yfir mannfjölda og að drónar sem notaðir eru í atvinnuskyni þarf að skrá sérstaklega hjá Samgöngustofu. |
Dyrhólaey |
Flug fjarstýrðra loftfara er óheimilt innan náttúruvættisins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. |
Geysir |
Óheimilt er að lenda þyrlum og öðrum mönnuðum loftförum innan svæðisins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Flug fjarstýrðra loftfara er óheimilt yfir svæðinu nema með leyfi Umhverfisstofnunar. |
Glerárdalur |
Umferð loftfara (t.d. þyrluflug) sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis Umhverfisstofnunar. |
Goðafoss |
Flug fjarstýrðra loftfara er óheimilt innan náttúruvættisins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. |
Gullfoss |
Notkun ómannaðra loftfara er bönnuð nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þyrlum og öðrum mönnuðum loftförum skal aldrei lenda innan friðlandsins, nema að fengnu leyfi frá Umhverfisstofnun. |
Hornstrandir |
Óheimilt er að nota ómönnuð loftför innan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Óheimilt er að lenda þyrlum innan friðlandsins, nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Óheimilt er að lenda flugvélum innan friðlandsins utan lendingarstaða sem skilgreindir eru samkvæmt aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. |
Hólmanes |
Notkun dróna og annarra ómannaðra loftfara er bönnuð nema með leyfi Umhverfisstofnunar. |
Ingólfshöfði |
Vegna lífríkisverndar þá er óheimilt að nota ómönnuð loftför innan friðlandsins, svo sem flygildi, nema með leyfi Umhverfisstofnunar. |
Látrabjarg |
Óheimilt er að lenda þyrlum og öðrum mönnuðum loftförum innan friðlandsins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Óheimilt er að nota fjarstýrð loftför nema með leyfi Umhverfisstofnunar. |
Svæði í Þjórsárdal (Gjáin, Háifoss, Granni og Hjálparfoss) |
Notkun fjarstýrðra loftfara er óheimil í náttúruvættum nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Óheimilt er að lenda þyrlum innan náttúruvætta nema með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar. |
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull |
Hvers konar atvinnustarfsemi og samkomuhald er óheimilt í þjóðgarðinum, nema til komi sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar. |
Þjórsárver |
Flug loftfara er óheimilt undir 5000 fetum frá 10. maí til 10. ágúst. |
Á friðlýstum búsvæðum fugla skal höfð sérstök aðgát, skv. 4. mgr. 17. gr náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Hvort leyfi þurfi á eftirfarandi stöðum er háð árstíð sem og stærð og tegund verkefnis. Hafa skal samband við Umhverfisstofnun ust@ust.is fyrir frekari upplýsingar.
Öll svæðin sem talin eru upp hér að framan má sjá á korti.
Umhverfisstofnun vekur athygli á að notkun fjarðstýrðra loftfara gæti verið háð leyfi innan Vatnajökulsþjóðgarðar og á Þingvöllum. Sótt er um leyfi á heimasíðum þjóðgarðanna.
Frekari fyrirspurnir varðandi notkun fjarstýrða loftfara á friðlýstum svæðum skulu sendast á ust@ust.is.
Umhverfisstofnun vill benda á að á öllum svæðum gilda almennar reglur um notkun fjarstýrða loftfara. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 990/2017 um starfrækslu fjarstýrðra loftfara. Þar eru settar reglur um starfrækslu fjarstýrðra loftfara með það að markmiði að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Reglugerðin tók gildi 15. desember 2017 og gildir um flug fjarstýrðra loftfara á Íslandi og innan íslenskrar lofthelgi. Undanþegin eru loftför sem vega minna en 250 g. Á vef Samgöngustofu má sjá helstu atriði reglugerðarinnar.