Upplýsingar til rekstraraðila

Mikilvægar dagsetningar

31. mars – Frestur á skilum losunarskýrslu rennur út (athugið að vöktunarskýrsla þarf að vera samþykkt af Umhverfisstofnun fyrir skil)

30. apríl – Frestur á að gera upp losunarheimildir í skráningarkerfinu rennur út

30. júní – Frestur á að skila skýrslu um úrbætur rennur út

Sniðmát fyrir umsókn um FAR, ásamt nánari upplýsingum og leiðbeiningum, má finna hér (https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/allowances_en#tab-0-1)

Losunarstuðlar

Losunarstuðlar kolefnis og nettóvarmagildi úr losunarbókhaldi Íslands til stuðnings rekstaraðila starfsstöðva í ETS

Upplýsingarnar í tenglinum hér að neðan eru settar fram til að styðja við rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins sem nota losunarstuðla fyrir aðferðaþrep 2a og 2b til að reikna út losun á koltvísýringi (sbr. rg. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir).                 

Losunarstuðlarnir eru að mestu fengnir úr bókhaldi Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti (NIR skýrslu ársins 2015/2016) sem skilað er árlega til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.                       

Stuðlana í þessu skjali skal nota í samræmi við kröfur í vöktunaráætlun og losunarleyfi starfstöðvarinnar í samræmi við reglugerð 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf.