1. Hvaða reglugerð gildir um þrávirk lífræn efni sem Umhverfisstofnun hefur umsjá með?
Á Íslandi gildir reglugerð nr. 954/2013 um þrávirk lífræn efni og innleiðir hún reglugerð (ESB) 2019/1021 sama heitis.
2. Hvað eru þrávirk lífræn efni?
Þrávirk lífræn efni (e. Persistent organic pollutants, POPs) er heiti sem er notað yfir efnasambönd sem brotna hægt eða aldrei niður í náttúrunni og lífverum. Efnin geta dreifst þúsundir kílómetra á landi, í andrúmslofti og vatni. Vegna þess að efnin brotna ekki niður safnast þau fyrir í lífverum, færast upp fæðukeðjuna og lífmagnast þar, þ.e.a.s. styrkurinn eykst eftir því sem lífvera er ofar í fæðukeðjunni. Sýnt hefur verið fram á alvarlegar afleiðingar á heilsu manna, þ.m.t. krabbamein, fæðingargalla, truflun á frjósemi og ónæmiskerfinu, skemmdir á mið- og útlæga taugakerfinu og aukið næmi fyrir sjúkdómum.
3. Hvar er hægt að finna þessi efni?
Það er erfitt að segja þar sem þau leynast út um allt. Flest efnanna eru manngerð en þau geta einnig myndast í náttúrulegum ferlum eins og til dæmis við eldgos. Notkun þeirra flestra hófst um eða eftir síðari heimsstyrjöldina. Efnin berast langar leiðir með loft- eða hafstraumum, vatni og fartegundum milli landa langt frá upptökum sínum.
4. Í hvað eru efnin notuð?
5. Hvaða efni eru bönnuð?
Efni sem eru bönnuð má finna í I. viðauka við reglugerð (ESB) 2019/1021 um þrávirk lífræn efni.
Efni sem eru takmörkuð má finna í II. viðauka við sömu reglugerð.
6. Eru undanþágur veittar fyrir efnin sem heyra undir reglugerðina?
Bann og takmarkanir eiga ekki við þegar:
7. Hvað með varabirgðir?
Hver sá sem á varabirgðir af efni úr I. eða II. viðauka þar sem enginn leyfileg notkun er fyrir hendi skal meðhöndla birgðirnar eins og úrgang fyrir spilliefni og beita ýtrustu varkárni að það blandist ekki við öðrum úrgangi sem ekki inniheldur þrávirk lífræn efni. Sjá nánari fyrirmæli í 7. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1021.
Hver sá sem á varabirgðir af efni úr I. eða II. viðauka sem er meira en 50 kg og notkun er enn leyfð þarf að senda upplýsingar til Umhverfisstofnunar um eðli og stærð varabirgðanna. Nánari umfjöllun um skyldur varðandi varabirgðir má finna í 5. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1021.
8. Hvað með efni sem er í vörum sem voru markaðssett fyrir bann efnisins?
Efni sem er til staðar í vöru sem var nú þegar í notkun fyrir gildistöku banns efnisins með reglugerð (EB) nr. 850/2004 eða reglugerð (ESB) 2019/1021. ATH að hér er einungis átt við notkun hlutar. Markaðssetning er ekki leyfð nema að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fram í I. eða II. viðauka við reglugerð (ESB) 2019/1021.